Um okkur
Við leggjum okkur fram við að veita viðskiptavinum okkar örugga og góða þjónustu með vel hönnuðum stólum sem henta við öll tækifæri. Stólarnir henta viðskiptavinum allt frá fyrsta stól upp í þann síðasta. Við leggjum áherslu á að þjónusta alla fjölskyldumeðlimi eins vel og kostur er á.
Leigutími stóla er margvíslegur, jafnt skammtímaleiga sem og langtímaleiga. Sveigjanleiki, öryggi og persónuleg þjónusta er okkar helsta markmið. Við getum með stolti sagt að hver stóll er yfirfarinn og sótthreinsaður eftir hverja notkun. Allir okkar starfsmenn hafa góða reynslu á yfirferð stóla.
Joie stólarnir hafa allir staðist árekstrarpróf og hafa hlotið viðurkenndar vottanir. Þá hafa þeir hlotið ýmis verðlaun fyrir hönnun og öryggi. Við hjá Bílstólaleigu erum virkilega stolt að geta boðið upp á stóla frá Joie.